Nýr vefur visitreykjanes.is
Ný og uppfærð heimasíða visitreykjanes.is hefur verið opnuð. Vefurinn var unnin af Markaðsstofu Reykjaness í samstarfi við Kapal markaðsráðgjöf og Stefnu hugbúnaðarhús.
Vefur Reykjaness byggir á gagnagrunni ferðamálastofu og sérstöðu svæðisins og er uppfærður reglulega. Markaðsstofan hvetur ferðaþjónustuaðila til að kynna sér vefinn og skoða hvort ekki allar upplýsingar um fyrirtækið sé rétt skráð. Allar athugasemdir skal senda á [email protected].