Nýr vefur Sandgerðisbæjar opnaður
Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri Sandgerðis opnaði í gær endurbætta heimasíðu Sandgerðisbæjar og var þeim Selmu og Smára hjá Tónaflóði/245.is og Guðjóni Kristjánssyni þakkað fyrir vel unnin störf. Vefurinn nú er allur í notendavænna umhverfi sem auðveldar starfsmönnum að halda vefnum uppfærðum. Allt grunnefni á að vera komið inn á vefinn og annað efni fer inn á næstu vikum.
Allar ábendingar eru vel þegnar og sendist þær á Guðjón á netfangið [email protected]
Heimasíða Sandgerðisbæjar: www.sandgerdi.is
Myndin: Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri opnaði endurbætta heimasíðu Sandgerðisbæjar Ljósmynd: 245.is