Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Nýr útibússtjóri Sjóvár í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 28. febrúar 2018 kl. 09:46

Nýr útibússtjóri Sjóvár í Reykjanesbæ

Arngrímur Guðmundsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Sjóvár í Reykjanesbæ og hefur hann störf þann 1. mars. Arngrímur tekur við starfinu af Baldri Guðmundssyni sem stýrt hefur útibúinu frá árinu 2010.
 
Arngrímur hefur verið búsettur í Reykjanesbæ frá 1983. Hann er húsasmiður og lögreglumaður að mennt, en hefur einnig lokið námi í Gæðastjórnun hjá EHÍ og námi hjá Cranfield University í Bretlandi í Crisis management.
 
Arngrímur starfaði síðast sem framkvæmdastjóri flugverndarsviðs hjá WOW air, en áður starfaði hann sem lögreglufulltrúi hjá Sérstökum saksóknara og hjá Lögreglustjóra Suðurness.
 
Þann 1. mars mun útibúið einnig flytja frá Hafnargötu í útibú Landsbankans við Krossmóa 4a. Í útibúi Sjóvár í Reykjanesbæ starfa ásamt Arngrími þau Ingibjörg Óskarsdóttir sölu- og þjónustustjóri og Sigurbjörn Gústavsson ráðgjafi.
 
„Ég hlakka til að takast á við nýjar áskoranir og hitta nýtt fólk. Í útibúinu starfar reynslumikið teymi sem ég mun treysta mikið á. Við erum að flytja í nýja og betri aðstöðu, það verður alltaf heitt á könnunni hjá okkur og við hlökkum til að taka á móti fólki á nýjum stað,“ segir Arngrímur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024