Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nýr umboðsmaður Vodafone í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 23. október 2008 kl. 09:02

Nýr umboðsmaður Vodafone í Reykjanesbæ

Tölvuþjónusta Vals í Reykjanesbæ er nýr umboðsaðili Vodafone í bænum. Tölvuþjónustan mun annast alla almenna þjónustu fyrir Vodafone í Reykjanesbæ og m.a. afhenda netbúnað og símkort, myndlykla fyrir Digital Ísland, veita ráðgjöf og bjóða upp á gott úrval símtækja.

Tölvuþjónusta Vals hefur í 10 ár sinnt margvíslegri tölvuþjónustu í Reykjanesbæ. Auk viðgerða á tölvubúnaði og hugbúnaðarþjónustu selur fyrirtækið vörur frá Dell og Xerox fyrir EJS, Canon og Lexmark fyrir Nýherja og Fujitsu Siemens fyrir Digital Task.


Um Vodafone
Vodafone á Íslandi er fjarskiptafyrirtæki í eigu Teymis hf. sem skráð er OMX Nordic Exhange á Íslandi. Starfsmenn Vodafone eru um 380 talsins og þjónusta viðskiptavini á heimilum og hjá fyrirtækjum um land allt með farsíma, síma, nettengingar og sjónvarp. GSM þjónusta Vodafone nær til 98% landsmanna og með samstarfi við Vodafone Group, eitt öflugasta fjarskiptafyrirtæki í heimi, er viðskiptavinum Vodafone tryggð örugg farsímaþjónusta um allan heim.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024