Nýr umboðsmaður Heklu á Suðurnesjum
Á næstunni mun sölu- og þjónustuumboð HEKLU opna á ný í húsinu að Njarðarbraut 13 í Reykjanesbæ en Hekla er stærsta bifreiðaumboðiðá Íslandi. Ingibjörn Sigurðsson bifvélavirki hefur verið ráðinn sem móttökustjóri þjónustuverkstæðis en hann hefur m.a. áralanga reynslu af verkstæðismóttöku og afgreiðslu varahluta sem móttökustjóri í Reykjanesbæ. Til að byrja með annast Hekla rekstur þjónustuumboðsins en Ingibjörn mun taka við rekstrinum sem sjálfstæður rekstraraðili og umboðsmaður innan 6 mánaða.
Franz Jezorski, stjórnarformaður Heklu sagði í samtali við Víkurfréttir: „Reykjanesið er eitt mikilvægasta markaðssvæði Heklu og því mjög ánægjulegt að geta á ný þjónustað fjölda viðskiptavina Heklu á þessu svæði. Það er mikill fengur að fá Ingibjörn í Hekluhópinn en hann er þrautþjálfaður fagmaður með áralanga reynslu af verkstæðismóttöku og sölu varahluta.“
Ingibjörn Sigurðsson sagði: „Ég er spenntur að takast á við þetta verkefni og þjónusta bílaumboð með þau sterku merki sem Hekla býður upp á. Volkswagen er nú mest seldi bílinn á Íslandi og Skodi fylgir þar fast á eftir. Ég mun leggja sérstaka áherslu á vandaða vinnu og fagmennsku gagnvart viðskiptavinum Heklu og reyna að leysa hratt og vel úr öllum málum sem upp koma.