Nýr regluvörður hjá SpKef Sparisjóði
Þann 6. janúar síðastliðinn urðu starfsmannabreytingar hjá SpKef sparisjóði þegar Arna Björg Rúnarsdóttir hóf störf sem regluvörður sjóðsins. Á sama tíma lét Árnína Steinunn Kristjánsdóttir af störfum sem regluvörður hjá SpKef og mun hún snúa sér að lögfræðistörfum í Sviss.
Arna Björg lauk B.A. prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2006 og er um þessar mundir að ljúka við Mastergráðu í sömu grein frá sama háskóla.Arna hefur starfað lengst af hjá Logos Lögmannsþjónustu eða frá maí 2004 og með hléum allt til ágústmánaðar 2008 er hún fór í Mastersnám hjá H.R.
Arna er búsett í Grindavík ásamt maka sínum Bjarna Rúnari Einarssyni og eiga þau tvö börn.