Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Laugardagur 19. júní 1999 kl. 12:40

NÝR ÖRN KOMINN TIL KEFLAVÍKUR

Nýtt togveiðiskip kom til Keflavíkur fyrir þar síðustu helgi. Um er að ræða nýsmíði frá Póllandi. Skipið hefur hlotið nafnið Örn KE 14. Örn KE 14 komur í stað Hafarnar, sem nú er KE 15. Nýi Örninn er 22 metra langur og 8 metra breiður með 500 hestafla aðalvél og ganghraðinn er 11 sjómílur. Báturinn er búinn öllum helstu tækjum og með kældar lestar sem rúma 72 kör. Örn KE er búinn til dragnótar- og togveiða. Fullbúið kostar skipið um 120 milljónir króna en það er í eigu Sólbakka hf., útgerðar bræðranna Arnar og Þorsteins Erlingssona. Um borð eru rúm fyrir 8 manns í fjórum 2 manna klefum. Rúmgóður borðsalur, eldhús og stakkageymsla er í skipinu. Skipstjóri er Karl Ólafsson og vélstjóri er Guðmundur Steingrímsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024