Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nýr matsölustaður opnaður við Hafnargötu
Fimmtudagur 3. september 2009 kl. 14:08

Nýr matsölustaður opnaður við Hafnargötu


Hjónin Mohamed Raafat Oda og Jóhanna Björg Þorsteinsdóttir hafa opnað nýjan veitingastað, sem ber nafnið Kairo og er staðsettur á Hafnargötu 30, við gatnamót Tjarnargötu.
Þau hjónin segja að með opnuninni hafi þeim tekist að láta langþráðan draum rætast en markmiðið sé að bjóða góðan mat á sanngjörnu verði og notalegan stað til að njóta hans á.
Ætlunin er að bjóða mest uppá mat í egypskum stíl, kebab, crépes, salöt, súpur o.fl. Í tilefni af opnuninni eru ýmis tilboð í gangi.  Á næstu vikum er svo ætlunin að auka úrval rétta.
Kairó verður opin í hádeginu og á kvöldin á virkum dögum frá kl. 11-14 og 17-22.
Um helgar verður lokað í hádeginu en í staðinn boðið upp á nætursölu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024