Nýr Langbest-staður opnar á Vallarheiði
Ingólfur Karlsson og liðsmenn hans á Langbest hafa opnað nýjan stað á Vallarheiði, nánar tiltekið þar sem Wendy’s var til húsa í eina tíð.
Staðurinn, sem heitir einfaldlega Langbest2, er afar glæsilegur og teflir nú einnig fram kaffihúsi sem verður eflaust kærkomið fyrir íbúa svæðisins sem hafa bent á að mikil þörf sé fyrir samkomustað sem slíkan í hverfinu.