Nýr Land Cruiser og afmælisterta hjá Toyota
Nýr Toyota Lanbd Cruiser 90 hefur vakið mikla athygli á bílasýningu hjá Toyotasalnum í Njarðvík. Bíllinn hefur verið til sýnis um helgina og kom mikið fjölmenni að sjá bílinn bæði í gær og í dag. Þá er gestum Toyota í Njarðvík boðið upp á afmælistertu og kaffi þar sem Toyotasalurinn fagnar 5 ára afmæli um þessar mundir.Fyrstu nýju Toyota Land Cruiser 90 bílarnir eru væntanlegir á götuna á Suðurnesjum strax á morgun, en að sögn Ævars Ingólfssonar er mikill áhugi fyrir bílnum. Toyota Land Cruiser 90 er fáanlegur í þremur útfærslum.