Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nýr framkvæmdastjóri Kaffitárs
Föstudagur 16. desember 2005 kl. 10:10

Nýr framkvæmdastjóri Kaffitárs

Stella Marta Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Kaffitárs og verður hún staðgengill forstjóra fyrirtækisins, Aðalheiðar Héðinsdóttur, að því er fram kemur í frétt á vefsvæði Viðskiptablaðsins.

Stella Marta starfaði áður sem deildarstjóri ráðgjafar og þjónustu hjá Maritech ehf. en einnig hefur hún starfað við verkfræðiráðgjöf í Danmörku. Hún er menntaður verkfræðingur og útskrifaðist með mastersgráðu frá Háskólanum í Álaborg af vélaverkfræðilínu með sérhæfingu í rekstri í sjávarútvegi.

Lokaverkefni hennar fjallaði um aðferðir og árangur við að innleiða gæðastjórnun, ný upplýsingakerfi og framleiðslustýringu í vinnslufyrirtæki á sviði fullunninna sjávarafurða.

Stella Marta er gift Per Chr. Christensen og eiga þau tvær dætur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024