Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nýr forstöðumaður markaðsmála og upplifunar hjá Isavia
Föstudagur 3. júní 2022 kl. 15:59

Nýr forstöðumaður markaðsmála og upplifunar hjá Isavia

Hildur Björk Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála og upplifunar hjá Isavia og tók hún til starfa í dag. Hildur Björk var áður forstöðumaður markaðsmála hjá Símanum þar sem hún bar ábyrgð á því að móta og framfylgja markaðsstefnu félagsins. Hún leiddi m.a. vinnu við endurmörkun á SkjáEinum yfir í Sjónvarp Símans og að skapa samþætta og sterka ásýnd vörumerkisins. Þar á undan starfaði hún við markaðsmál hjá Icelandair. Hildur Björk hefur síðan 2017 setið í stjórn ÍMARK, samtaka íslensks markaðsfólks, og í vetur hefur hún kennt markaðsfræði í meistaranámi við Háskóla Íslands.

Hildur Björk er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það er frábært að fá jafn reynslumikinn stjórnanda og Hildi Björk í hópinn,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. „Ég er þess fullviss að þekking og reynsla hennar styðji okkur í að ná markmiðum okkar í markaðsmálum og upplifun farþega.“

„Það er spennandi að fá að að leiða markaðs- og upplifunarmál Keflavíkurflugvallar,“ segir Hildur Björk. „Endurheimtin eftir heimsfaraldur er að ganga hraðar en búist var við. Því er spáð að farþegar um Keflavíkurflugvöll geti orðið 5,7 milljónir strax í ár. Því þarf að halda vel á spöðunum til að tryggja að farþegar viti hvað við bjóðum upp á og að þeim líði sem best þegar við tökum á móti þeim. Ég er spennt að fá að takast á við þau krefjandi verkefni sem þessu fylgja með þeim öfluga hópi sem starfar hjá Isavia.“