NÝR FORSTJÓRI KEFLAVÍKURVERKTAKA
Steindór Guðmundsson, 52 ára Reykvíkingur hefur verið ráðinn forstjóri Keflavíkurverktaka hf. og mun hann stýra nýju fyrirtæki, sameinuðu úr fjórum aðildarfélögum frá og með morgundeginum samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins.Starfsmönnum fyrirtækjanna hefur ekki verið tilkynnt um nýja yfirmanninn en verður gert á morgun og mun Steindór þá sitja sinn fyrsta fund hjá nýjum Keflavíkurverktökum. Steindór er verkfræðingur að mennt og starfaði síðast hjá Framkvæmdasýslu ríkisins en Suðurnesjamenn kannast vel við bróðir hans, en það er Pétur Guðmundsson, fyrrverandi flugvallarstjóri.