Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nýjar verslanir opna í Flugstöðinni
Laugardagur 15. júlí 2006 kl. 14:52

Nýjar verslanir opna í Flugstöðinni

Nýjar verslanir eru óðum að koma sér fyrir á nýju verslunar- og þjónustusvæði í Flugstöð Leifs Eíríkssonar og í gær var opnuð með viðhöfn ný og glæsileg verslun Saga Boutique.
Þá hefur Kaffitár opnað á svæðinu og í dag stóð til að opna nýja verslun Epals. Þá standa yfir framkvæmdir við nýja verslun 10-11, sem mun opna síðar í mánuðinum ásamt verslun 66°N.
Fleiri fyrirtæki eru jafnframt að undirbúa rekstur á nýja þjónustusvæðinu, sem er á 2. hæð Flugstöðvarinnar.

Mynd: Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, opnaði glaðbeittur nýja verslun Saga Boutique í gær.

 

VF-mynd: Ellert Grétarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024