Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nýjar reglur takmarki vöruframboð í Fríhöfninni
Mánudagur 30. janúar 2006 kl. 10:05

Nýjar reglur takmarki vöruframboð í Fríhöfninni

Fjármálaráðuneytið hefur upplýst að fyrirhugað sé að setja reglugerð á næstunni í samræmi við tollalög sem takmarki vöruúrval í komuverslun FLE. Þetta kemur fram á vefsíðu Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ).

Jafnframt sé gert ráð fyrir því að reglugerðin kveði á um að til að kaupa vörur í brottfararverslun fríhafnarinnar þurfi að framvísa brottfararspjaldi. Ekki er á þessari stundu vitað hvaða takmarkanir verða settar um vöruval komuverslunar, en óeðlilegt er að fríhöfnin, sem er ríkisfyrirtæki, skuli vera í samkeppnirekstri við einkareknar verslanir um snyrtivörur, rafmagnsvörur, leikföng og aðra sérvöru.

SVÞ hafa um langt skeið krafist þess að vöruvalið einskorðist við einkasöluvörurnar áfengi og tóbak og að fyrirkomulagi verslunar í FLE verði breytt þannig að dregið verði úr óeðlilegri samkeppni við almenna verslun í landinu.

Sífellt hefur verið gengið lengra í samkeppni fríhafnarinnar við almenna verslun og hafa stjórnendur fríhafnarinnar verið ósparir á að auglýsa að vöruverð sé lægra þar en í Reykjavík. Verslanir á höfuðborgarsvæðinu sem selja snyrtivörur, rafmagnsvörur og ýmsa aðrar vörur sem einnig eru seldar í komuverslun fríhafnarinnar verða af viðskiptum sem fara þar fram, og ríkið verður af tekjum af þeirri sölu.

SVÞ hafa fullan hug á að fylgja þessu máli eftir á vettvangi EFTA verði ekki fljótlega af umræddri breytingu.

www.svth.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024