Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nýjar innréttingar í verslun Kaskó
Mánudagur 7. júlí 2003 kl. 12:36

Nýjar innréttingar í verslun Kaskó

Unnið er að því að setja upp nýjar innréttingar í verslun Kaskó í Reykjanesbæ, auk þess sem vöruúrval verður aukið. Að sögn Guðna Grétarssonar hjá Samkaup sem er umsjónarmaður breytinganna verður vöruúrval aukið og búðin gerð enn aðgengilegri fyrir viðskiptavini. „Það verður sett upp nýtt kassakerfi og ný grænmetisdeild. Verið er að vinna að uppsetningu á nýju andyri á versluninni og með því verður hún mun bjartari. Þessar breytingar eru liður í endurnýjun á Kaskó verslununum sem Samkaup rekur,“ segir Guðni en reiknað er með að framkvæmdum verði lokið í ágúst. Starfsfólk Kaskó vonar að viðskiptavinir verði fyrir sem minnstum óþægindum á meðan framdkvæmdum stendur. Verslun Kaskó verður opin á meðan framkvæmdum stendur.

VF-ljósmynd/Jóhannes Kr.: Nýtt andyri lítur senn dagsins ljós í Kaskó versluninni í Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024