Nýjar höfuðstöðvar og verksmiðja Kaffitárs rísa í Reykjanesbæ
Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýjum höfuðstöðvum og verksmiðju Kaffitárs sem staðsett verður við Stapabraut í Njarðvík. Aðalheiður Héðinsdóttir framkvæmdastjóri Kaffitárs sagði við þetta tilefni að langþráður draumur væri að rætast og gæti Kaffitár nú enn aukið þjónustu sína við viðskiptavini:"Í þessari miðstöð kaffiframleiðslu á Íslandi verður tekið á móti gestum, jafnt veitingamönnum, verðandi framreiðslumönnum sem og almenningi sem vill fræðast um gott kaffi. Í tengslum við ferðaþjónustu á Suðurnesjum er ætlunin að bjóða ferðamönnum að kynnast starfseminni og tengja heimsóknir í Kaffitár við aðra þjónust við ferðamenn á svæðinu." Gert er ráð fyrir að bygging hússins taki um eitt ár og sagði Aðalheiður að við opnun hússins verði slegið upp dansleik.
Húsið verður 1255 m2 að flatarmáli, að mestu á einni hæð. Í nýju húsnæði verður skrifstofurými, verslunarrýni og móttökusalur ásamt sérútbúnu rými fyrir kaffismökkun og tilraunir. Í húsinu verður auk þess iðnaðareldhús, tilheyrandi aðstaða fyrir starfsfólk og verksmiðjurými.
Kaffitár ehf. var stofnað 1989 og hóf rekstur í september 1990, en fyrirtæki rekur kaffibrennslu í Narðvík og tvö kaffihús í Reykjavík. Í brennslunni starfa alls 14 manns en 30 manns starfa í kaffihúsunum í Reykjavík.
Húsið verður 1255 m2 að flatarmáli, að mestu á einni hæð. Í nýju húsnæði verður skrifstofurými, verslunarrýni og móttökusalur ásamt sérútbúnu rými fyrir kaffismökkun og tilraunir. Í húsinu verður auk þess iðnaðareldhús, tilheyrandi aðstaða fyrir starfsfólk og verksmiðjurými.
Kaffitár ehf. var stofnað 1989 og hóf rekstur í september 1990, en fyrirtæki rekur kaffibrennslu í Narðvík og tvö kaffihús í Reykjavík. Í brennslunni starfa alls 14 manns en 30 manns starfa í kaffihúsunum í Reykjavík.