Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nýja Marriott hótelið: Markmiðið að laða fleiri ferðamenn inn í Reykjanesbæ
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 8. ágúst 2019 kl. 14:36

Nýja Marriott hótelið: Markmiðið að laða fleiri ferðamenn inn í Reykjanesbæ

Keflvíkingurinn Ingvar Eyfjörð fer fyrir fasteignaþróunarfyrirtækinu Aðaltorgi sem byggir Courtyard flugvallarhótel Marriott keðjunnar en í byggingunni verða þrjú verslunar- og þjónusturými og eitt fyrir veitingastað.

Ingvar segist afar ánægður að hafa fengið aðila úr bæjarfélaginu, verktaka og þjónustuaðila til að koma að vinnunni við að reisa hótelið. Meðal stórra fyrirtækja má nefna Lagnaþjónustu Suðurnesja, Nesraf og ÍAV þjónustu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hótelbyggingin er við Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ og Ingvar segir að torgið sem hótelið stendur á muni fá nafnið Aðaltorg. „Þetta verður bara Aðaltorg í Reykjanesbæ,“ segir Ingvar og bætir við: „Eitt stóra markmiðið með þessu verkefni var að freista þess að leiða ferðamenn niður í bæinn okkar. Vonandi gengur það“.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá skemmtilega þrívíddargerð af hótelbyggingunni og svæðinu.

Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs.