Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 23. janúar 2002 kl. 20:54

Nýja bakaríð fagnar 15 ára afmæli

Nýja bakaríið í Keflavík fagnar fimmtán ára afmæli sínu um þessar mundir. Eyjólfur Hafsteinsson, bakari segir að ýmislegt verði boðið upp á í tilefni tímamótanna.„Við verðum í hátíðarskapi og munum bjóða upp á margt ljúffengt og gott um helgina af þessu tilefni. Ég mun fá tvo bakarasnillinga í heimsókn og við munum því baka allt annað en vandræði hér í bakarínu næstu daga“, sagði Eyjólfur í léttum tón.
Boðinn verður 15% afsláttur af öllum vörum bakarísins frá deginum í dag fram á mánudag. Auk þess verða fleiri tilboð eins og t.d. tvö rúnstykki fyrir eitt, rjómahringur á 499 kr. auk margra nýjunga í boði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024