Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nýir umboðsaðilar B&L á Suðurnesjum
Föstudagur 2. apríl 2004 kl. 13:33

Nýir umboðsaðilar B&L á Suðurnesjum

Það er merkileg frétt í Mrogunblaðinu í dag, þar sem segir frá erlendum skipakomum. Í fréttinni segir:
Í sumar munu 69 skemmtiferðaskip leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn, af öllum stærðum og gerðum, og er það aukning frá því í fyrra þegar 58 skip komu til landsins. "Höfnin markaðssetur sig mjög mikið fyrir skemmtiferðaskipin, við erum náttúrlega að reyna að fá fleiri, það er nú galdurinn í þessu," segir Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Reykjavíkurhafnar í Morgunblaðiun í dag. Hann segir að skipafjöldinn hafi þrefaldast á um 10 árum, en árið 1993 voru skipin 22.
"Við erum að vinna í því að fá fleiri skip og það er samstarf á milli Færeyja, Íslands og Grænlands um að markaðssetja Atlantshafið. Hugmyndafræðin á bak við það er að skipin koma aldrei í eina höfn þegar þau sigla, þau fara á margar hafnir og stórt svæði."
Stærsti hluti farþeganna er Þjóðverjar eða um 40% þeirra. "Síðan eru það Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar sem koma þarna á eftir," segir Ágúst. Flest skipanna staldra aðeins við í nokkra klukkutíma en 10 skip munu stoppa lengur og skipta um farþega. "Það er það sem við erum líka að vinna í og er mjög skemmtilegt. Þá er flogið með nýja farþega hingað og þá gömlu út og það eru miklu meiri peningar í því fyrir þjóðina," segir hann og nefnir hvernig þeir farþegar sem staldra lengur við nýta flugvöllinn og aðra þjónustu.
Von er á mörgum stórum skipum hingað til lands yfir sumarmánuðina og nefnir Ágúst að þau stærstu séu yfir 100.000 tonn að stærð. T.d. kemur hingað skemmtiferðaskipið Oriana hinn 26. júní og er skipið of stórt fyrir höfnina.
Skipin munu ekki aðeins koma í Reykjavíkurhöfn heldur líka til annarra hafna víðsvegar um landið.

Hér á Suðurnesjum hefur ekki mikið borið á skemmtiferðaskipum. Rússneskt skip hefur nokkrum sinnum viðkomu hér á ferðum sínum með Grænlandsströndum. Væri það ekki verkefni fyrir aðila í ferðaþjónustu á Suðurnesjum að reyna að láta vita betur af  höfninni í Keflavík sem er stórskipahöfn og umhverfi hennar er bara nokkuð boðlegt og jafnvel boðlegra en kornbakkinn í Reykjavík. Frá höfninni er stutt í alla þjónustu. Brettum upp ermar!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024