Nýir stjórnarmenn hjá United Silicon
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrum forstjóri VÍS og Jakob Bjarnason, starfsmaður LBI Eignarhaldsfélags, tóku sæti í stjórn United Silicon í Helguvík í janúar. Sagt er frá þessu í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í dag.
Þeir Auðun Helgason lögmaður og Magnús Garðarsson, einn eigenda kísilverksmiðjunnar, eru á meðal þeirra sem fyrir voru í stjórn fyrirtækisins.