Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nýir starfsmenn hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf.
Laugardagur 19. janúar 2008 kl. 12:05

Nýir starfsmenn hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf.

Þann 1. janúar gerði Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf. vinnusamning við Tryggingastofun ríkisins um atvinnu fjögurra ungmenna. Samningurinn felur í sér að ungmennin munu annast smölun á handfarangurskerrum á brottfararsvæði flugstöðvarinnar. Samningur þessi er gerður til eins árs en einstaklingarnir hafa sinnt þessum störfum frá 1. júlí síðastliðinn.

 

Þá gerðu Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf. og Þroskahjálp á Suðurnesjum með sér samkomulag um tilraunaverkefni til 6 mánaða. Í því fólst að skjólstæðingar Þroskahjálpar önnuðust smölun á handfarangurskerrum í flugstöðinni í samstarfi við Fríhöfnina ehf.

 

Með ráðningu ungmennanna vill Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf. leggja sitt að mörkum til að auðvelda skjólstæðingum Þroskahjálpar þátttöku á vinnumarkaði og um leið möguleika á að kynna sér starfsumhverfi flugstöðvarinnar, sem er stærsti vinnustaður á Suðurnesjum.

 

Mynd: Bryndís Brynjólfsdóttir, Helgi Sæmundsson, Jósef Daníelsson og Gestur Þorsteinsson nýráðnir starfsmenn hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf. ásamt Ingibjörgu Margréti Ísaksdóttur ráðgjafaþroskaþjálfa hjá Svæðismiðlun fatlaðra á Reykjanesi og Sóleyju Ragnarsdóttur framkvæmdastjóra starfsþróunarsviðs FLE ohf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024