NÝIR LÆKNAR TIL STARFA HJÁ HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA
Kristján Baldvinsson tók við stöðu kvensjúkdómalæknis þann 1.júní sl. Hann lærði í Svíþjóð og hefur starfað á Selfossi, Landspítalanum og á Akureyri. Síðastliðin þrjú og hálft ár bjó hann og starfaði í Noregi. „Ég er Reykvíkingur en flutti hingað frá Noregi til að geta verið nær börnum og barnabörnum”, sagði Kristján. Gunnlaugur Sigurjónsson hóf störf við Sjúkrahús Keflavíkur þann13.september sl. Sérgrein hans eru heimilislækningar. Gunnlaugur bjó í 5 ár í Telemark í Noregi þar sem hann stundaði sérfræðinámi. Sérnámi lauk hann fyrir hálfu ári síðan. Sigurjón Kristinsson er heimilislæknir og byrjaði að vinna á sjúkrahúsinu í byrjun ágúst. Hann var í sérfræðinámi í Noregi og lauk námi þaðan 1997. Síðastliðin tvö ár vann hann sem heimilislæknir á heilsugæslustöð í Noregi. „Mér líkar vel að búa hér suðurfrá. Ég er fæddur og uppalinn í Eyjum og finnst gott að koma í sjávarpláss. Í Noregi, þar sem ég bjó, kom aldrei almennilegt rok en mér finnst ennþá gott að láta blása á andlitið á sér, þó sú tilfinning hverfi eflaust fljótlega,” sagði Sigurjón að lokum.Texti og myndir: Silja Dögg