Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 6. janúar 1999 kl. 18:48

NÝIR EIGENDUR AÐ PERLUNNI

Ung hjón, þau Sigríður Kristjánsdóttir og Jón Karlsson hafa keypt Sólbaðs- og líkamsræktarstöðina Perluna í Keflavík af Öldu Jónsdóttur og Birgi Olsen sem hafa rekið hana í tæpa tvo áratugi. Sigríður er ekki ókunn þessum rekstri því hún starfaði hjá þeim Öldu og Birgi undanfarin tólf ár. Hún segir margar breytingar í farvatninu sem munu koma allt næsta ár. Sömu kennarar verða þó áfram á stöðinni og einnig verður boðið upp á ljósaböð eins og Perlan er þekkt fyrir. Sigríður segir helstu nýjungina verða svokallað „Body pump“. Það er 50-60 mínútna líkamsræktartími þar sem unnið er með l´ð og lóðarstangir til þess að þjálfa alla vöðvahópa líkamans í takt við hvetjandi tónlist. Sigríður kennir það auk þess að leiðbeina á tæki í sal. Meðal fleiri breytinga á Perlunni er að þar er nú Adidas verslun þar sem boðið er upp á úrval af fatnaði í líkamsrækt og þolfimi. Það er opið í Perlunni frá kl. 6.30 á morgnana til kl. 23 á kvöldin og frá kl. 10 á laugardögum og 11 á sunnudögum til kl. 17.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024