Atnorth
Atnorth

Viðskipti

Þriðjudagur 13. júlí 1999 kl. 18:57

NÝI BAÐSTAÐURINN OPNAR Á FÖSTUDAG

Fyrstu gestirnir prófuðu nýja Bláa lónið sl. sunnudag en þá var haldinn sérstakur fjölskyldudagur fyrir starfsmenn og fjölskyldur þeirra.Nýi baðstaðurinn verður formlega tekinn í notkun fyrir almenning á morgun, föstudag kl. 14. Ýmsar nýjungar verða í boði og má nefna að gestir munu fá sérstaka armbandsól sem er nokkurs konar gjaldmiðill á svæðinu því með því verður tímalengd gesta í lóninu mæld en auk þess verður hægt að nota hana til að greiða fyrir ýmsan varning svo og í framtíðinni að staðsetja gesti. Þessi gríðarmikla framkvæmd er nú á lokastigi en endanlegur kostnaður er um hálfur milljarður króna. Um þrjátíu nýir starfsmenn voru ráðnir vegna nýja baðstaðarins og munu þá um fimmtíu manns starfa á baðstaðnum eftir að hann opnar.
Bílakjarninn
Bílakjarninn