Ný varahlutaverslun opnar í Njarðvík
Ný varahlutaverslun með vörur frá hinni þekktu verslun Stillingu hefur opnað við Brekkustíg 40 í Njarðvík. Í versluninni er mikið úrval af bílavarahlutum, efnavörum og aukahlutum fyrir bílinn frá Stillingu en þau Hanna Vilhjálmsdóttir og Jón Anton Holm sem rekið hafa Bílaþjónustu Suðurnesja eru eigendur nýju verslunarinnar.
Þau Hanna og Jón buðu upp á vörur frá Stillingu í húsnæði Bílaþjónustu Suðurnesja þar sem þau reka einnig bílaverkstæði en stukku á tækifærið þegar gott húsnæði bauðst við Brekkustíg 40 í Njarðvík.
„Við leggjum áherslu á að vera með gott vöruúrval af varahlutum og öllum helstu vörum Stillingar, má þar nefna m.a efnavörurnar frá hinum heimsþekkta framleiðanda LIQUI MOLY, ferðavörur frá THULE ásamt aukahlutum fyrir bíla og mótorhjól.
Verslunin er opin frá kl. 8 til 18 alla virka daga.
Jón mun áfram sinna bílaverkstæðinu í Grófinni en þar er nú boðið upp á þjónustuskoðanir ásamt allri almennri þjónustu fyrir, Audi, Skoda, Mitsubishi Volkswagen bifreiðar.