Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Ný upplifun í heilsulind Bláa lónsins
Föstudagur 23. febrúar 2018 kl. 07:00

Ný upplifun í heilsulind Bláa lónsins

- Glæsilegt athvarf með stórbrotnu útsýni

Bláa lónið er að opna nýtt hótel, veitingastað og heilsulind sem mynda Blue Lagoon Retreat og stefnan er að það opni í apríl.

Frá veitingastaðnum, sem verður hæsti hluti mannvirkja Bláa lónsins, hafa gestir gott útsýni yfir fjallið Þorbjörn, Illahraun og fleiri perlur Reykjaness. Basalt arkitektar ásamt ítalska fyrirtækinu Design Group Italia (DGI) sjá um að hanna veitingastaðinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá veitingastaðnum, mynd; retreat.bluelagoon.com

Yfirmatreiðslumeistarar veitingastaðarins, Moss Restaurant, verða Ingi Þórarinn Friðriksson og Helgi Vigfússon, yfirmatreiðslumeistari og þjónn og hafa þeir viðað að sér reynslu víðs vegar að úr heiminum. Hráefnið sem þau bjóða upp á verður fyrsta flokks, alls staðar að af landinu. Einnig verður hægt að fá sæti við svokallað „Chef’s Table“ þar sem kokkur eldar matinn fyrir framan gesti úr íslensku gæðahráefni. Þá verður Moss Restaurant búinn vínkjallara sem verður undir yfirborði jarðar og á sér engan líkan í heiminum.

Útsýni frá svítu, mynd; retreat.bluelagoon.com

Herbergi umkringd jarðhitavatni Lónsins
Nýjar svítur hótelsins í Bláa lóninu eru hugsaðar til þess að gestir geti sótt þangað í leit að hugarró, herbergin eru umkringd jarðhitavatni Lónsins og svalir veita ógleymanlegt útsýni út á hraunið.
Hvert herbergi býður upp á nýja upplifun og innifalið í gistingunni er fullur aðgangur af heilsulindinni ásamt annari þjónustu sem boðið er upp á í Lóninu.

Ný upplifun í heilsulind Bláa lónsins
Ný heilsulind verður hluti nýja hótels Bláa lónsins en við hönnun hennar var horft til  samspils íslenskrar náttúru, átta hundruð ára gamals hrauns og orku Bláa lónsins.

Stórbrotið útsýni, mynd; http: retreat.bluelagoon.com

Í heilsulindinni munu gestir verða fyrir nýrri upplifun þar sem rýmið verður opið og umlukið vatni úr Lóninu. Gestir verða meðal annars neðanjarðar, umvafðir hrauni þar sem þeir geta slakað á í ró og næði.
Boðið verður upp á þurrgufu, gufu, nudd, arineld og glæsilegt útsýni frá svölum, auk þess að gestir geta baðað sig upp úr Lóninu.

Boðið verður upp á fyrsta flokks þjónustu í heilsulindinni þar sem að gestir upplifa fjársjóði jarðvarmans frá svæðinu ásamt kíslinum og þörungum þess. „Orka náttúrunnar, sem er keyrð áfram af vísindum, gefur upplifuninni á líkama og sál nýtt sjónarhorn, veitir ró og endurnýjar.“ Þetta kemur fram á heimasíðu heilsulindarinnar.

Nánar á retreat.bluelagoon.com.