Ný stjórn Kaffitárs
Fyrirtækið Kaffitár hefur verið í örum vexti á undanförnum 15 árum undir stjórn Aðalheiðar Héðinsdóttur og fjölskyldu hennar. Nýverið tóku eigendur fyrirtækisins ákvörðun um að fá til liðs við sig utanaðkomandi aðila í
stjórn fyrirtækisins. Stjórnina skipa nú Hildur Petersen formaður, Dagný Halldórsdóttir varaformaður, Árni Tómasson ritari, Ólafur Kjartansson og Eiríkur Hilmarsson, einn af eigendum Kaffitárs.
Fyrstu verkefni nýrrar stjórnar er að skerpa á stefnu fyrirtækisins og ýmsum þáttum í rekstri
þess, en frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Kaffitár.
Kaffitár rekur nú umfangsmikla kaffibrennslu í nýju og glæsilegu húsnæði í Reykjanesbæ. Þar eru framleiddar um 40 kaffitegundir sem seldar eru til matvöruverslana um allt land. Fyrirtækið rekur líka fjögur kaffihús, það nýjasta var opnað í Leifsstöð í sumar.
Vf-Mynd/Héðinn Eiríksson