Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 10. apríl 2002 kl. 09:49

Ný símstöðvarlausn tekin í notkun hjá Skipaafgreiðslunni

Um s.l. mánaðarmót flutti Skipaafgreiðslan skrifstofur sínar í húsnæði vöruafgreiðslu fyrirtækisins að Iðjustíg 1 í Njarðvík. Af því tilefni var tekið í notkun nýtt aðalsímanúmer sem er 4 20 30 40. Samhliða þessum breytingum var gerður samningur við Símann og tekin í notkun Centrex – símstöðvarlausn, sem Síminn býður upp á. Centrex lausnin felst í því að fyrirtæki leigja hugbúnað, sem hýstur er í aðal símstöð Símans og vinnur gagnvart fyrirtækjum og viðskiptavinum þeirra eins og um einkasímstöð væri að ræða. Þannig er hægt að gefa samband á milli síma, hvort sem um er að ræða venjulega borðsíma eða GSM síma á vegum fyrirtækisins, eins og um innanhússsímtöl væri að ræða. Einnig þýðir þetta að ekki þarf að hafa áhyggjur af því að símstöð fyrirtækja úreldist, því hugbúnaðurinn uppfærist með uppfærslu símstöðvar Símans. Það er ánægjuefni fyrir Símann að hafa nú byrjað þessa þjónustu hér á Suðurnesjum, þar sem Skipaafgreiðslan er fyrst fyrirtækja á Suðurnesjum að taka upp þessa nýjung.

Myndin hér að ofan var tekin þegar CENTREX lausnin var tekin í notkun. Á myndin eru Guðmundur R. J. Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Skipafgreiðslunnar, Jón Halldór Eðvaldsson, viðskiptastjóri og Stefán Þór Sigurðsson, þjónustustjóri Símans á Reykjanesi. Umsjón með CENTREX lausninni hafði Jón Halldór fyrir hönd Símans.

Skipaafgreiðslan er stærsta flutningafyrirtækið á Suðurnesjum og fjölmargir símar í notkun hjá fyrirtækinu og því hentar CENTREX kerfið einkar vel í slíkum rekstri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024