Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Ný og betri Vínbúð
Miðvikudagur 21. janúar 2009 kl. 13:19

Ný og betri Vínbúð



Vínbúðin opnaði nýja og glæsilega verslun á mánudaginn. Hún er þar með flutt frá Hafnargötunni í mun rúmbetra húsnæði við Krossmóa 4, nánar tiltekið í nýrri viðbyggingu Samkaupa.

Vínbúðin hefur verið við Hafnargötu síðan árið 2004. Nýja verslunin er um helmingi stærri. Allur bjór verður núna í vel rúmgóðum kæli og afgreiðslukössum hefur verið fjölgað. Þá eru mun fleiri bílastæði í boði en áður var en á álagstímum skapaðist allt að því öngþveiti við gömlu búðina. Aðstaða starfsfólks verður betri en áður og einnig er lager og vörumóttaka mun stærri. Átta starfsmenn starfa í búðinni að staðaldri og fleiri á álagstímum. Afgreiðslutími Vínbúðarinnar er sá sami og áður.


Efri mynd: Vínbúðin er komin í rúmgott og bjart húsnæði í Krossmóa. Óli, Guðveig og María eru þrír af átta starfsmönnum búðarinnar.

Neðri mynd: Allur bjór er nú í kæli, sem er hérumbil jafn rúmgóður og allur gólfflötur gömlu verslunarinnar á Hafnargötunni.

VF-myndir: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024