Ný myndbandaleiga opnuð í Sandgerði
Opnuð hefur verið ný myndbandaleiga í bensínversluninni Öldunni í Sandgerði, en leigan er útibú frá Ný-ung í Reykjanesbæ. Að sögn Lydíu Egilsdóttur eins eiganda Öldunnar hefur verið nóg að gera, enda er boðið upp á nýjustu myndirnar.Þetta er önnur myndbandaleigan í Sandgerði, en fyrir er starfandi leiga í bæjarfélaginu.