Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 29. mars 2001 kl. 09:50

Ný merki hjá Persónu

In Wear og Martíníque eru ný vörumerk hjá tískuvöruversluninni Persónu en þetta eru dönsk merki sem hafa þegar unnið sér sess sem gæðaframleiðsla.
„Við erum með herralínu Martíníque en við kaupum þetta allt sjálf beint frá Kaupmannahöfn. Línan er mjög stór og við erum með mikið úrval af fatnaði frá þeim, þ.e. jakkaföt, skyrtur, bindi, boli, frakka, nærbuxur, sokka, belti og allavega fylgihluti. Verðið er mjög gott en sem dæmi kosta herrabuxur frá 6500 kr. og bolir frá 2900 kr.“, segir Ágústa Jónsdóttir eigandi Persónu. Sumartískan frá Martíníque er mjög sportleg en að sögn Ágústu eru bæði stutt- og langerma skyrtur inni í sumar, litirnir eru mikið í bláu, vatnsbláu, appelsínu, svörtu og ljósgráu. „Peysurnar eru úr silki og í frekar skærum litum og svo erum við með dökk og ljós jakkaföt“, segir Ágústa um herratískuna í sumar.
Persónu selur kvenfatalínu frá In Wear sem er einnig vel þekkt merki á Íslandi. „Ég er að byrja með kvenlínuna frá þeim og er búin að taka inn bæði peysur og buxur. Buxurnar eru t.d. á mjög góðu verði eða frá 5990 kr. Litirnir hjá konunum í sumar verða mikið bleikir tónar og túrkís. Buxur er beinar og víðar en ég er líka með kvartbuxur úr teygjuefni. Polyester er vinsælt en það er bæði létt og aðeins glansandi og einstaklega gott til að ferðast með“, segir Ágústa. Í Persónu má einnig finna mörg önnur gæðamerki t.d hið vinsæla Collection of Reykjavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024