Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Ný lína af Peugeot bifreiðum frumsýnd hjá Bernhard Reykjanesbæ
Laugardagur 17. september 2011 kl. 11:06

Ný lína af Peugeot bifreiðum frumsýnd hjá Bernhard Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú á laugardaginn verður stórglæsileg bílasýning hjá Bernhard Reykjanesbæ, en frumsýnd verður ný lína af Peugeot bifreiðum allt frá smábílum upp í eðalvagna.

Að sögn Erlings Hannessonar hjá Bernhard í Reykjanesbæ er um mjög spennandi bifreiðar að ræða sem hafa hlotið fjölda verðlauna úti í heimi. Peugeot hefur verið brautryðjandi í umhverfisvænum lausnum og kynnir núna nýja tækni sem kallast Micro-hybrid. Með þessari tækni er dregið verulega úr eldsneytiseyðslu og útblæstri mengandi lofttegunda. En bifreiðar sem eru fáanlegar með þessari tækni eru fjölnotabifreiðin 3008, sjö manna 5008 og 508. Sem dæmi má geta að 508 útbúinn með Micro-hybrid tækni eyðir aðeins um 4,4L/100km í blönduðum akstri og kemst allt að 1.800km á einum tanki.

Opið verður á föstudag milli kl. 10:00 – 18:00 og laugardag milli kl. 12:00 – 16:00.