Ný innrömmun og listhús
Guðmundur Rúnar Lúðvíksson, myndlistarmaður, hefur opnað Innrömmun Guðmundar að Hafnargötu 54 í Reykjanesbæ. Þar verður jafnframt rekið listhús. Auk alhliða innrömmunarþjónustu verða þar til sölu listmunir af öllu tagi og myndlistarvara.
Stefnt er að því að vera með sýningar á verkum eftir íslenska og erlenda listamenn. Í tilefni af opnuninni verður boðið upp á 30% afslátt á römmum í apríl.