Ný hárgreiðslustofa í Reykjanesbæ
Ný hársnyrtistofa, Hárskúrinn, hefur tekið til starfa í Reykjanesbæ. Bára Skúladóttir rekur stofuna að Túngötu 16.
Í samtali við Víkurfréttir sagði Bára, sem hefur unnið sem hársnyrtir í rúm 8 ár, að hún hefði fengið góðar móttökur. „Bókanirnar eru strax farnar að berast þó ég sé nýbyrjuð. Ég var áður hjá Hársnyrtistofu Harðar í mörg ár, en ákvað að fara út í eigin rekstur þegar ég fékk gott rými fyrir stofu með húsinu sem ég keypti.“
Bára segist alls ekki vera bangin við að fara út í sjálfstæðan rekstur og hlakkar til að takast á við verkefnið. „Það er alltaf pláss fyrir fleiri hársnyrtistofur í bænum þannig að ég var ekki hrædd við að láta vaða.“
Í samtali við Víkurfréttir sagði Bára, sem hefur unnið sem hársnyrtir í rúm 8 ár, að hún hefði fengið góðar móttökur. „Bókanirnar eru strax farnar að berast þó ég sé nýbyrjuð. Ég var áður hjá Hársnyrtistofu Harðar í mörg ár, en ákvað að fara út í eigin rekstur þegar ég fékk gott rými fyrir stofu með húsinu sem ég keypti.“
Bára segist alls ekki vera bangin við að fara út í sjálfstæðan rekstur og hlakkar til að takast á við verkefnið. „Það er alltaf pláss fyrir fleiri hársnyrtistofur í bænum þannig að ég var ekki hrædd við að láta vaða.“