Viðskipti

Ný-Fiskur í Sandgerði til sölu
Þriðjudagur 27. september 2016 kl. 09:22

Ný-Fiskur í Sandgerði til sölu

Stjórn Icelandic Group hefur ákveðið að selja Ný-Fisk í Sandgerði, dótturfélag sitt. Frá þessu er greint á vef Fiskifrétta. Salan er liður í þeirri stefnu Framtakssjóðs Íslands, sem á Icelandic Group, að einfalda rekstur félagsins.

Ný-Fiskur er eitt fjögurra dótturfélaga Icelandic Group. Fyrr í mánuðinum var tilkynnt um undirritun samnings vegna sölu á Icelandic Ibérica á Spáni til framleiðenda á Íslandi. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur verið falið að sjá um söluferli alls hlutafjár í Ný-Fiski.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ný-Fiskur sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum sjávarafurðum og hjá fyrirtækinu starfa um 70 manns.