Viðskipti

  • Ný fasteignasala í Reykjanesbæ
  • Ný fasteignasala í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 1. apríl 2014 kl. 17:57

Ný fasteignasala í Reykjanesbæ

Forsvarsmenn LS Legal í Reykjanesbæ hafa í dag, 1. apríl 2014, opnað fasteignasölu á skrifstofu stofunnar að Hafnargötu 51-55 í Reykjanesbæ og hefur fasteignasalan hlotið nafnið PRODOMO.
 
Forsvarsmenn LS Legal og starfsmenn PRODOMO telja að framundan séu spennandi tímar í íslensku atvinnulífi og á fasteignamarkaðnum. Þá hafa þeir fulla trú á því að það séu fjölbreytt tækifæri framundan í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum. Ljóst er að aukin bjartsýni ríkir í atvinnulífinu á Suðurnesjum.

Helstu starfssvið fasteignasölunnar eru sala íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, verðmöt á öllum tegundum eigna, gerð leigusamninga og önnur skjalagerð. Markmið starfsmanna PRODOMO fasteignasölu er að veita vandaða þjónustu á skilvirkan hátt. Starfsmenn leggja sig fram við að bregðast fljótt við fyrirspurnum viðskiptavina, þannig að fasteignaviðskiptin geti gengið hratt og örugglega fyrir sig.

LS Legal er alhliða ráðgjafarfyrirtæki í eigu Ásbjörns Jónssonar hæstaréttarlögmanns og Unnars Steins Bjarndal héraðsdómslögmanns. Á lögfræðistofunni starfa sjö lögfræðimenntaðir starfsmenn. Stofan er rótgróin og hefur veitt alla almenna lögmannsþjónustu á Suðurnesjum og víðar síðustu áratugi. LS Legal býður upp á lögfræðiþjónustu á breiðum grunni og hafa lögmenn lögfræðistofunnar mikla og haldbæra reynslu af rekstri fasteignasölu og ráðgjafar á sviði fasteignakauparéttar.

Public deli
Public deli