Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Ný bílasala með Mercedes Benz og Kia í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 1. júní 2011 kl. 18:39

Ný bílasala með Mercedes Benz og Kia í Reykjanesbæ

Þáttaskil urðu í rekstri fyrirtækisins K. Steinarsson ehf. í dag. Fyrirtækið hefur opnað nýja starfsstöð að Holtsgötu 52, við hliðina á skoðunarstöð Aðalskoðunar. Þar verður fyrirtækið með söluumboð fyrir Öskju og mun selja Mercedes-Benz og Kia. Í dag hefur fyrirtækið jafnframt lokað starfstöð sinni við Njarðarbraut og hætt með umboð fyrir bíla frá Heklu og rekstri þjónustuverkstæðis. Þjónusta fyrir bíla frá Öskju verður hjá Bílar & Hjól við Njarðarbraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Kjartan Steinarsson opnaði fyrirtæki sitt á Njaðarbrautinni árið 2000 með umboð og þjónustuverkstæði fyrir bíla frá Heklu. Síðustu ár hafa verið erfið í bílasölu og breytingar orðið á umboðum. Kjartani fannst því kominn tími á að gera breytingar sem nú hafa gengið í gegn. Hann segir eftirsjá í öllu því góða starfsfólki sem hann hafi haft með sér síðasta áratuginn en tekur jafnframt fram að það sé ánægjulegt að þegar hann lokar starfsstöðinni við Njarðarbraut, séu allir sem unnu hjá honum komnir með vinnu á öðrum stöðum.


Í nýrri starfsstöð fyrirtækisins við Holtsgötu verða þrír starfsmenn en auk Kjartans verður eiginkona hans, Guðbjörg Theodórsdóttir, starfandi þar og bróðir hans, Sigtryggur Steinarsson. Þar verða eins og áður segir seldir nýir bílar frá Öskju, auk notaðra bíla.


Síðustu þrjú ár eru án efa þau erfiðustu í sögu bílasölu á Íslandi og blasir við að fáir nýir bílar af þessum árgerðum hafa verið seldir í landinu sem mun koma niður á sölu notaðra bíla þegar vöntun verður á árgerðum 2008 til 2010. Bílasala er hins vegar aðeins að glæðast aftur þar sem endurútreikningur bílalána er að ganga í gegn og viðskipti tekin að glæðast að nýju.

[email protected]