Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Þriðjudagur 13. júlí 1999 kl. 19:01

NÝ BÍLASALA Í NJARÐVÍK

Erlingur Hannesson opnaði síðasta laugardag bílasöluna Bílavík að Holtsgötu 54 í Njarðvík, húsnæði sem áður hýsti R.H-innréttingar. „Ég er mjög ánægður með opnunarhelgina og vill þakka Suðurnesjamönnum góðar móttökur.Salurinn er um það bil 400 fermetrar og fljótlega verður pláss fyrir 30-40 notaðar bifreiðar utanhúss. Það hefur verið mikill uppgangur í bílasölumálum sl. 2 ár og 9ö00-1000 bílar selst á svæðinu en í eðlilegu árferði ættu svona 600-700 bílar að seljast. Að fyrirtækinu standa auk mín, Andrés Hjaltason, Ragnar Halldórsson, Benjamín Guðmundsson og Valdimar Þorgeirsson en eiginlegir starfsmenn verða tveir. Byrjunin lofar góðu og á ég ekki von á öðru en að framhald verði á enda ég ekki óreyndur í bílasölubransanum“ sagði Elli Hannesar, eins og hann er alla jafna kallaður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024