Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Ný betri stofa Icelandair opnuð
Fimmtudagur 29. mars 2012 kl. 14:54

Ný betri stofa Icelandair opnuð

Ný og betri „Saga lounge“, betri stofa Icelandair í Leifsstöð, hefur verið opnuð eftir gagngerar breytingar. Icelandair hefur á síðustu árum lagt aukna áherslu á náttúru og menningu Íslands í þjónustu og ímynd fyrirtækisins og taka breytingarnar á „Saga lounge“ mið af því. Stofan er á sama stað og áður í Leifsstöð, en  nú stærri, opnari og bjartari með innréttingum og skreytingum sem vísa til sterkra íslenskra róta Icelandair.

Framboð og umsvif Icelandair hafa aldrei verið jafn mikil og nú á 75 ára afmælisárinu. Icelandair sýndi enn og aftur hversu hratt og lipurlega fyrirtækið getur brugðist við þegar aðstæður breytast snögglega eins og gerðist við eldgosið í Eyjafjallajökli. Flugáætlun félagsins hefur stækkað ört á undanförnum árum og verður framboð á sætum 14% meira á þessu ári en hinu síðasta. Þessi auknu umsvif hafa kallað á breytingar á hinu vinsæla „Saga lounge“.
Auk breytinga á umhverfi í „Saga lounge“ verður boðið upp á ýmsar nýjungar í veitingum og þjónustu. Einnig verður 75 ára sögu Icelandair gert hátt undir höfði með ljósmyndum og skreytingum.

Leikmyndahönnuðirnir Eggert Ketilsson og Stígur Steinþórsson höfðu umsjón með breytingunum en aðalverktaki við breytingarnar var TSA, Trésmiðja Stefáns og Ara. Þá sá Arnbjörn Óskarsson um raflagnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Efsta myndin: Birkir Hólm forstjóri Icelandair og Hlynur Sigurðsson frá ÍSAVÍA opnuðu betri stofuna formlega.

Arnbjörn Óskarsson rafverktaki, Stefán Einarsson frá TSA, Eggert Ketilsson og Stígur Steinþórsson hönnuðir og Ari Einarsson frá TSA.






VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson