Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Ný andlitslína frá Bláa lóninu
Þriðjudagur 28. maí 2002 kl. 14:32

Ný andlitslína frá Bláa lóninu

Blue Lagoon Iceland hefur nú þróað nýja náttúrulega andlitslínu, Balance Geothermal Care. Þetta er fyrsta andlitslínan frá Blue Lagoon Iceland en fyrir eru til tvær línur frá sama framleiðanda, þ.e. bað- og spa-lína og meðferðarlína. Andlitsvörurnar henta öllum húðgerðum og hafa einstaklega góð áhrif á viðkvæma húð og húð sem er í ójafnvægi. Vörurnar eru ofnæmisprófaðar, litar- og ilmefnalausar. Balance Geothermal Care andlitslínan grundvallast á einstökum náttúrulegum efnum Bláa lónsins; Bláalónsjarðsjónum, sem er ríkur af söltum og steinefnum, sem nauðsynleg eru húðinni til að starfa eðlilega og viðhalda jafnvægi hennar og frísklegu útliti; Bláalónsþörungnum, sem er ríkur af fjölsykrum og vítamínum sem hjálpa húðinni á náttúrulegan máta að styrkja sínar eigin varnir; og öðrum sérvöldum náttúrulegum efnum sem hreinsa, róa og næra húðina. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bláa Lóninu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024