Notkun samfélagsmiðla getur skapað litlum fyrirtækjum ákveðið forskot
Bláa Lónið hélt fræðslufund um markaðssetningu á netinu fyrir félaga í Grindavík Experience mánudaginn 28. mars sl.
Rósa Stefánsdóttir, sérfræðingur Bláa Lónsins í markaðsetningu á netinu, flutti erindi. Rósa lagði sérstaka áherslu samfélagsmiðlanna Facebook, Twitter og You Tube, en Bláa Lónið er framarlega í flokki fyrirtækja sem hafa tileinkað sér notkun þessara miðla. Í erindi hennar kom m.a. fram að markviss notkun samfélagsmiðla getur skapað litlum fyrirtækjum ákveðið forskot. Mikil tækifæri skapast einnig við samstarf aðila í ferðaþjónustu þegar kemur að markaðssetningu á netinu.
Þróun markaðssetningar á netinu er hröð og mikilvægt fyrir ferðaþjónustuaðila að tileinka sér nýjungar á þessu sviði. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur sagði fulltrúa Grindavík-Experience vera afar ánægða með fræðslufundinn og fyrirlestur Rósu. Stefnt er að enn frekari samvinnu þessara aðila í framtíðinni varðandi þróun á ferðaþjónustu á svæðinu.
Grímur Sæmundsen, forstjóri, Bláa Lónsins sagði það sérstaklega ánægjulegt að finna áhuga hjá Grindavík Experience fyrir frekari þróun ferðaþjónustu en möguleikar Grindavíkur, heimabæjar Bláa Lónsins, til eflingar ferðaþjónustu eru mjög miklir.