Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Mánudagur 3. desember 2001 kl. 10:10

Norrænt samstarf um betri verslun

Nokkrir áhugasamir verslunareigendur í Reykjanesbæ hafa tekið höndum saman ásamt Markarðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar um þátttöku í norrænu samstarfsverkefni. Verkefnið hefur það að markmiði að hjálpa fyrirtækjum að vaxa og dafna, að mennta starfsfólk og stjórnendur og hjálpa þar með til við uppbyggingu sveitarfélagsins. Þá er hluti af vinnunni í því að gera þjónustukannanir og aðrar greiningar sem hjálpa verslunareigandanum að greina þarfir viðskiptavinarins og koma til móts við þær.
Verkefnið er danskt að uppruna og hefur gefið góð raun þar í landi. Lödnin sem þátt taka í verkefninu fá úthlutað svæði á Internetinu þar sem fyrirtæki geta sett inn upplýsingar um vöru og þjónustu sína. Yfirstjórn verkefninsins er í höndum Helgu Sigrúnar HArðardóttur, atvinnuráðgjafa MOA og Þorsteins Marteinsson, framkvæmdastjóri Bókabúðar Keflavíkur/Pennans auk þeirra koma Guðjónína Sæmundsdóttir, ráðgjafi MSS og Guðbrandur Einarsson formaður VS að stjórn verkefnisins. Verkefnið tekur þrjú ár en megnið af námskeiðinu fer fram á Internetinu en auk þess eru fundir og samskipti milli annara þátttakenda mikil. Allir þátttakendur hafa samskipti sína á milli hvort sem þeir eru staddir í Danmörku og Noregi en hugsanlegt er að Finnar og Svíar taki einnig þátt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024