Norrænir menningarmálaráðherrar funduðu í Bláa Lóninu og Eldborg
Menningarmálaráðherrar Norðurlandanna völdu sama fundarstað og forsætisráðherrarar landanna fyrr í vor og funduðu þeir nú í Bláa Lóninu og í Eldborg fyrr í þessari viku. Ráðherrarnir gistu í Lækningalindinni og nutu einnig kvöldverðar á veitingastaðnum Lava ásamt öðrum fundargestum en alls sóttu um 30 gestir fundinn.
Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa Lónsins, segir fundi sem þessa ávallt vekja athygli fjölmiðla í heimalöndum þátttakenda og því eru fundirnir bæði jákvæð og góð kynning fyrir ferðaþjónustu á Reykjanesi.