Mánudagur 26. apríl 2004 kl. 18:41
Nóatún lokar: fjórðungsafsláttur af vörum
Verslun Nóatúns í Keflavík lokar þann 1. maí næstkomandi. Af þessu tilefni bíður verslunin fjórðungsafslátt af vörum sínum frá deginum í dag til 30. apríl.
Nokkuð lengi hefur legið fyrir að verslun Nóatúns yrði lokað.
Verslun Nóatúns í Keflavík opnaði í maí árið 2000, þ.e. fyrir fjórum árum síðan.