Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Níu hæða háhýsi í Keflavík - opið hús á sunnudag
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 11. júní 2020 kl. 17:41

Níu hæða háhýsi í Keflavík - opið hús á sunnudag

Góð hreyfing á fasteignamarkaðinum, segja fasteignasalar á Stuðlabergi

Sala á íbúðum við Pósthússtræti 5 í Reykjanesbæ er að hefjast og verður fyrsta sölusýning í háhýsinu næsta sunnudag á milli klukkan 16 og 17. Háhýsið er níu hæðir og verður því hæsta fjölbýlishús á Suðurnesjum en nágrannar þess við Pósthússtræti eru sjö hæða hús.

Að sögn þeirra Guðlaugs Helga Guðlaugssonar og Brynjar Guðlaugssonar hjá Stuðlabergi, sem er með íbúðirnar til sölu, verða í boði tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir og þá eru tvær þakíbúðir í háhýsinu sem er við strandlengjuna í Keflavík. Framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu tvö árin en þær stöðvuðust um tíma vegna skipulagsmála sem voru síðan leyst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Minnstu íbúðirnar eru um 70 fermetrar með geymslu en þriggja herbergja íbúðirnar eru frá 108 fermetrum. Öllum íbúðunum verður skilað fullbúnum með gólfefnum. Vandaðar innréttinar frá Axis með granítborðplötum eru í íbúðunum, þá er bílakjallari við húsið.

Útsýni er úr öllum íbúðunum til sjávar sem þeir feðgar segja að sé óviðjafnanlegt. Verðið er frá 31,9 milljónum króna en meðalverð á fermetra er um 420 þúsund krónur sem þykir hagstætt sé tekið mið af staðsetningu, gæðum og frágangi. Opið hús verður næsta sunnudag kl. 16 til 17. 

Þeir Guðlaugur og Brynjar segja að fasteignasala sé góð um þessar mundir og hafi tekið mikinn kipp strax eftir páska. Talsverð eftirspurn sé eftir eignum frá 40 milljónum króna og upp úr. Þá hafi sala á nýjum íbúðum og einbýlishúsum í Hlíðahverfi gengið vel. Þar sé lítið eftir af eignum til sölu en bygging hverfisins er langt komin og framkvæmdir við næsta áfanga Hlíðahverfis að hefjast. Þar verða rúmlega 400 íbúðir í boði.