Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Neytendur spara 50 þúsund krónur á ári með nýju appi Samkaupa
Föstudagur 23. apríl 2021 kl. 09:45

Neytendur spara 50 þúsund krónur á ári með nýju appi Samkaupa

Samkaup hafa sett á markað app sem er hluti af stafrænu tryggðarkerfi félagsins.

Appið veitir afslátt í ríflega 60 verslunum félagsins.


Neytendur geta sparað 50 þúsund krónur á ári að meðaltali.


Samkaup hafa sett á markað smáforrit undir nafninu Samkaup – verslun við hendina sem gefur viðskiptavinum afslátt í ríflega 60 verslunum félagsins. Appið er stafrænt tryggðarkerfi Samkaupa og fá viðskiptavinir 2% afslátt af öllum vörum í formi inneignar í hvert sinn sem þeir versla. Meðalsparnaður viðskiptavina er um 50 þúsund krónur á ári auk þess sem þeir fá aðgang að sérstökum tilboðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Appið veitir afslátt í öllum verslunum okkar um land allt og með appinu fá viðskiptavinir meiri afslátt en þekkist í öðrum matvöruverslunum. Með afslættinum safna viðskiptavinir upp inneign sem þeir geta síðan nýtt hvenær sem þeim hentar – í næstu búðarferð á eftir eða safnað honum upp og notað til að gera öll matarinnkaup fyrir jól,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa í tilkynningu.

„Appið er bylting á matvörumarkaði en við erum að fylgja nýjustu tækni og færa matvöruverslunina nær viðskiptavinum okkar. Við hófum innleiðingu á appinu um síðustu jól þegar starfsfólk Samkaupa fékk aðgang en nú eru um 10 þúsund ánægðir viðskiptavinir komnir með það“

Samkaup rekur rúmlega 60 verslanir víðsvegar um landið undir vörumerkjunum Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin, Iceland og Samkaup Strax og gildir afslátturinn sem fylgir appinu í öllum verslunum félagsins. Með þessari nýjung stuðlar Samkaup að hagstæðara verði á matvörumarkaði.

„Smáforrit sem þessi eru þekkt í nágrannalöndum okkar og njóta mikilla vinsælda enda mikil búbót fyrir viðskiptavini. Samkaupaappið er hannað af Coop í Danmörku sem er eitt vinsælasta appið þar í landi sem hátt í 2 milljónir viðskiptavinir nota,“ segir Gunnar Egill.

Appið er afar einfalt í notkun en viðskiptavinir skanna inn QR-kóða með símanum við afgreiðslukassann í hvert sinn sem þeir versla og afslátturinn kemur strax inn í formi inneignar. Í appinu geta viðskiptavinir séð hversu mikinn afslátt þeir fá hverju sinni og hver uppsöfnuð inneign þeirra er auk þess sem þeim standa til boða reglulega sértilboð á matvöru. Notendur appsins fengu sem dæmi 10-25% aukaafslátt af öllum páskaeggjum fyrir páska og 10% afslátt af ávöxtum og grænmeti. Viðskiptavinir geta skráð greiðslukort í appið og notað það sem milliliðalausa greiðslu og fá rafræna kvittun senda beint í appið. Appið gefur þannig góða yfirsýn yfir mánaðarleg matarinnkaup.

Samkaup hefur á síðustu árum verið fremst íslenskra matvörufyrirtækja þegar kemur að tækninýjungum og er langstærsti aðilinn í dagvöruverslun á netinu.

Hægt er að nálgast Samkaup – verslun við hendina frítt í vefverslunum App Store (Apple) og Google Play store (Android).