Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Nexis hefur formlega starfsemi á Ásbrú
Miðvikudagur 21. september 2016 kl. 08:47

Nexis hefur formlega starfsemi á Ásbrú

Nexis er íslenskt heilbrigðisfyrirtæki sem hefur hlotið styrk úr uppbyggingarsjóði Suðurnesja en fyrirtækið hefur unnið að þróun heilsueflingarlausna fyrir íslenskan vinnumarkað í samstarfi við innlenda og erlenda aðila.

Markmið Nexis er að innleiða heildræna heilsuvernd inn í fyrirtæki og stofnanir og stuðla þannig að bættri heilsu starfsmanna og samfélagsins alls. Vinnustaðurinn er ákjósanlegur vettvangur til heilsueflingar því þar eyða starfsmenn drjúgum tíma dags.

Vel heppnuð heilsuefling hefur ekki einungis áhrif á heilsu, vellíðan og starfsánægju starfsmanna heldur getur hún dregið úr kostnaði vegna færri fjarvista, aukið framleiðni og minnkað starfsmannaveltu.

Nexis bíður einnig uppá heilsufarsmælingar, heilsufarsmat og ráðgjöf fyrir einstaklinga. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Nexis á heimasíðu fyrirtækisins nexis.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024