Nettó verslunum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu - ný í Kópavogi
Ný Nettó verslun opnar á næstunni í efri byggðum Kópavogs, nánar tiltekið í Búðakór þar sem áður var Samkaup Strax verslun. Samkaup rekur verslunarkeðjurnar Nettó, Samkaup Úrval og Samkaup Strax en fyrirtækið telur að sú mikla uppbygging sem hefur átt sér stað í Kórahverfinu og nærliggjandi byggðum í Kópavogi kalli á aukna þjónustu fyrir íbúa svæðisins, meira vöruúrval og vörur á góðu verði. Þetta verður önnur Nettó verslunin í Kópavogi en Nettó er jafnframt rekin á þremur stöðum í Reykjavík og á sjö af stærstu þéttbýlisstöðum landsins. Verslanir Nettó bjóða gott vöruúrval og lágt verð.
Ómar Valdimarsson framkvæmdastjóri Samkaupa: „Við höfum góða reynslu af því að þjóna íbúum í efri byggðum Kópavogs og töldum mikilvægt að Kórahverfið fengi sína Nettó verslun rétt eins og Salahverfið. Þetta eru hverfi í hraðri uppbyggingu þar sem íbúarnir eru mikið ungt fjölskyldufólk sem mun taka því fagnandi að fá verslun með stærra vöruúrvali og vörur á samkeppnishæfu verði. Þetta er orðið ca.4000 manna hverfi og við viljum vaxa með því.“
Nettó Búðakór opnar föstudaginn, 26. Júní kl. 10:00 með stórri opnunarhátíð föstudag og laugardag. Þar verður ýmist glens og gaman, grill, kynningar, tilboð og fleira. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir og hlakkar starfsfólk Nettó til að þjónusta Kópavogsbúum sem og öðrum viðskiptavinum.