Nettó opnar á Iðavöllum í Reykjanesbæ
Ný Nettó verslun á Iðavöllum í Reykjanesbæ opnaði í dag. Þar var áður rekin Kaskóverslun. Nettó verslunin er byggð upp í sama stíl og aðrar Nettó verslanir þar sem áhersla er lögð á lágt verð og mikið vöruval auk þess sem meira verður um eigin innflutning Nettó. Verslunin verður opin alla helgina kl. 9-21
Sett hefur verið upp úðunarkerfi í grænmetistorgi sem viðheldur lengur ferskleika ávaxta og grænmetis auk þess sem boðið verður upp á „Bakað á staðnum“ sem notið hefur mikilla vinsælda í Nettó verslunum, enda lagt upp með mikil gæði, lágt verð og regluleg tilboð.
„Með þeim breytingum sem við höfum gert á Iðavöllum komum við til móts við þarfir viðskiptavina sem og aukinn fjölda ferðamanna sem leggja leið sína í Reykjanesbæ,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, forstöðumaður verslunarsviðs Samkaupa.
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, opnaði búðina og í tilefni dagsins undirrituðu forsvarsmenn Samkaupa styrktarsamning við Meistaraflokk kvenna í knattspyrnu í Keflavík, Golfklúbb Suðurnesja og Púttklúbb Suðurnesja.